E-Book, Icelandic, Deutsch, 632 Seiten
Samarow Útskúfaður: söguleg skáldsaga frá Indlandi
1. Auflage 2022
ISBN: 978-87-28-28173-4
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark
E-Book, Icelandic, Deutsch, 632 Seiten
ISBN: 978-87-28-28173-4
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark
'Í Kalkútta ríkti Warren Hastings með engu minni dýrð og veldi en hverjum austurlenskum harðstjóra hefði sæmt.' Sagan hefst árið 1780, þegar veldi Englendinga á Indlandi rís sem hæst. Þar segir af lífi landstjórans Warren Hastings, ótrúlegum átökum og örlögum hans og fólksins í kringum hann, þegar ólíkar skoðanir og menningarheimar mætast. -
Gregor Samarow er dulnefni prússneska rithöfundarins og diplómatans Oskars Medning. Medning var lærður maður sem gegndi ýmsum pólitískum störfum í Þýskalandi á árunum 1847-1871, þegar hann sagði sig frá störfum og helgaði sig skriftum. Bækur hans eru jafnan sögulegar skáldsögur sem þykja spegla á áhugaverðan hátt stjórnmálaástand samtíma hans.
Weitere Infos & Material
I.
Árið 1780 varð veldi Englendinga í Indlandi meira en nokkurn hefði grunað fám árum áður. Herferð sú, er Warren Hastings landstjóri ljet fara gegn Maharatfurstunum, undir forustu hins gamla og reynda hershöfðingja, Sir Eyre Cote, varð að vísu ekki fyllilega sigursæl. Matharatfurstarnir voru ekki ennþá gersamlega undirokaðir. Hjeldu þeir enn fyrri virðingu sinni og sjálfstæði. En þeir höfðu fengið að kenna á veldi Englendinga, og fánar þeirra höfðu blaktað í hjeruðum, sem þeir eigi höfðu sjest í áður. Maharatfurstarnir voru líka í einlægum ófriði hver við annan, og gaf þetta vonir um, að eigi gengi ver að undiroka þá til fullnustu, heldur en að fá yfirstjórn Englendinga viðurkenda. Í Kalkutta ríkti Warren Hastings með engu minni dýrð og veldi en hverjum austurlenskum harðstjóra hefði sæmt. Þing, eða ráð var honum til aðstoðar, og var hann háður því að nokkru leyti samkvæmt Parlamentssamþykt, viðvíkjandi Austurasíufjelaginu og ráðsmensku þess. En enginn þingmanna þessara þorði að sitja eða standa öðruvísi en Warren Hastings vildi. Til þessa dags var enginn kunnari Austurlandamálum en hann, og sætti hann því enn síður mótmælum þess vegna. Og þegar þar við bættist að hann var stoltur, einráður og drotnunargjarn, og bæði framsýnn og stjórnkænn, má nærri geta hve lítíls hann mat ráðgjafa sína, ef því var að skifta. Höll hans var miðstöð alls voldugs og mikils, og raunar alls þess, er með nokkru móti gat þrengt sjer að miðdepli hins takmarkalausa valds og óhemju auðs. Hvað Sir Warren Hastings viðvjek sjálfum, þá barst hann ekki mikið á, og þegar um framkvæmdir hugsjóna hans var að ræða, hlífði hann hvorki sjálfum sjer nje öðrum. En þrátt fyrir þetta safnaði hann um sig svo stórri hirð og svo miklum auðæfum og skrauti, að Englandskonungur í höllum sínum í Windsor, London og Hamton Court, mátti heita lítilfjörlegur almúgamaður í samanburði við hann. Hann heimtaði að lafði Marianna, kona hans, sem hann hafði beðið lengi eftir, og loks kvænst, skyldi yfirskyggja alt, sem þektist í Norðurálfu heims af dýrð og skrauti. Marianna, sem hjet Imhoff barónsfrú, áður en hún giftist, var nú nokkuð tekin að eldast, en árin höfðu liðið eins og fram hjá henni, án þess að skilja eftir nokkur merki á andliti hennar og fegurð, sem allir dáðust að. Hún varð við þessari kröfu manns síns með svo miklum yndisleik, að allir þeir mörgu aðalsmenn, er í fyrsta sinn komu til hirð landstjórans í Kalkútta, voru í vafa um það, hvort þeir ættu fremur að dást að persónulegum yndisleik frúarinnar eða skrauti því og skartgripum, er hún hlóð utan á sig, til þess að búast samkvæmt stöðu sinni og þóknast manni sínum. Enska nýlendan var alt af að verða fjölmennari og fjölmennari. Pólitískir umboðsmenn og stórframléiðendur söfnuðu sjer innan skamms miljóna auði, og mynduðu með sjer hið íburðarmesta samkvæmislíf. Hinir indversku furstar söfnuðu að sjer öllu því skrautlegasta og dýrmætasta, er þeir áttu í eigu sinni af vopnnum, fögrum búnaði og herliði. Ferðuðust þeir síðan hver af öðrum til Kalkútta, þess að votta landstjóranum virðingu sína og hollustu. Einnig í ástamálum fylgdi hamingjan Sir Warren Hastings. Hann elskaði konu sína jafn heitt og hann hafði þráð hana hin mörgu ár, er hann hafði beðið eftir henni. — Hvar sem hún sýndi sig streymdi fólkið að til þess að heilsa og hylla hina tignu frú, og austurlensku furstarnir hneigðu sig og beygðu fyrir henni eins og drotningu sinni. Dýrð hirðarinnar — því öðru nafni var ekki hægt að nefna húshald landsstjórans — minkaði heldur ekki við nærzeru Margrjetar dóttur Mariönnu. Hún var nú á unga aldri, og rjett nýlega farin að taka þátt í samkvæmislífinu. Hún nefndist Imhoff barónsdóttir — sama nafni og móðir hennar, — og þó að Warren Hastings ætti tvo syni með konu sinni, sýndi hann eigi að síður stjúpdóttur sinni föðurlega blíðu, alveg eins og hann jafnan hafði gert síðan hún var á barnsaldri. Hann hlóð á hana dýrum gjöfum, og hverja þá ósk, er hann þóttist lesa í augum hennar, uppfylti hann, áður en orðin voru komin fram á varir henni. Eftir að Margrjet fór að taka þátt í samkvæmislífinu, var hún miðdepillinn í öllum hirðveislum í höll landsstjórans. Þægilega deyfðir fjellu geislar sólarinnar gegnum bláan tjalddúkinn, sem þaninn var yfir skeiðvöllinn í hallargarði landsstjórans í Kalkútta. Skeiðvöllurinn glumdi við af háværum og glaðlegum röddum. Enskir og indverskir riddarasveinar, í gullbúnum einkennisbúningum og skrautklæðum, stóðu í hvelfingunni, sem lá frá hesthúsunum og út að vellinum, er þakinn var hvítum sandi. — Þar voru þau Warren Hastings sjálfur, Marianna frú hans, Margrjet dóttir hennar og Sindham kafteinn, aðstoðarforingi landsstjórans. Þau ljetu hestana stíga dans um völlinn, og sýndu hina mestu reiðlist. Þegar þau voru um það bil að hætta, tók Margrjet rautt blóm úr hári sjer, festi það á öxl sjer og mælti: — Jeg heiti verðlaunum. — Lotusblómið færir hverjum manni hamingju. Sá, sem getur náð því frá mjer, skal eiga það. Um leið og hún sagði þetta reið hún spottakorn frá hinum og út á miðjan skeiðvöllinu. Nú hófst kepni milli hennar og kafteinsins, og mátti lengi eigi á milli sjá, hvort þeirra bæri sigur af hólmi. En þar kom, að Sindham kafteinn neytti allrar sinnar kunnáttu og æfingar og þótt Matgrjet reyndi að verjast í lengstu lög, náði hann þó að lokum blóminu, sigurlaununum frá henni. — Þjer hafið sigrað mig, kæri Asvanibhandikas, sagði Margrjet brosandi — ef um einhvern annan hefði verið að ræða, hefði mjer þótt það mjög miður; en það alls engin niðurlæging fyrir lærisveininn, þó að meistarinn sigri hann — megi blómið færa yður alla þá hamingju, sem Indverjarnir staðhæfa að því fylgi. — Það mun færa mjer hamingjuna, sagði kafteinninn, — sökum þess, að það mun jafnan minna mig á lærisvein minn, sem jeg er búinn að kenna svo vel að hann hafði nær því yfirunnið mig. Hann hjálpaði henni af baki og frá sjer numinn af fegurð hennar, hjelt hann henni augnablik í faðmi sjer; hún lyfti höndunum til þess að laga lokkana, sem farið höfðu aflaga við þeysireiðina; ljet hún að því loknu lófana hvíla á kinnunum til þess að hylja roðann, sem gægðist fram. Svo flýtti hún sjer brosandi til foreldra sinna. Kafteinninn horfði til hennar þar sem hún sat hjá foreldrunum, sem voru meðal hinna voldugustu í heimi hjer. Hann beit vörunum saman og svipur hans varð myrkur og þungbúinn. Skömmu síðar kom...