Muskett | Hamingjuleiðin | E-Book | www2.sack.de
E-Book

E-Book, Icelandic, Deutsch, 171 Seiten

Muskett Hamingjuleiðin


1. Auflage 2023
ISBN: 978-87-28-38693-4
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark

E-Book, Icelandic, Deutsch, 171 Seiten

ISBN: 978-87-28-38693-4
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark



Nora er við að giftast aðalsmanninum Jeremy Blake. En kvöldið fyrir athöfnina rekst hún á fyrrum elskhuga sinn, Adrian. Áður gleymdar tilfinningar vakna upp að nýju, þó Adrían sé fátækur þá er hann hæfileikaríkur tónlistarmaður sem býr yfir mikilli ástríðu. Nora stingur af til Parísar með honum. Nora verður ólétt en ekki fer allt vel hjá henni og Adrían. Hörmungar láta á sér kræla í lífi þeirra og brátt er Nora orðin einstæð móður sem býr við bág kjör langt frá heimahögum sínum. Hún gerir sitt besta til að skaffa atvinnu og sjá fyrir barninu, líf hennar er langt frá því sem hún hafði óskað sér, en hvort rætist úr aðstæðum kemur senn í ljós.-

Netta Muskett (1887-1963) fæddist í Sevenoaks í Kent á Englandi, hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.
Muskett Hamingjuleiðin jetzt bestellen!

Weitere Infos & Material


1.


Julie Blaike lagði svartkrítina frá sér á teikniborðið og leit á dóttur sína, ánægð, en þó eilítið hissa.

— Auðvitað, elsku barn, ef það er það, sem þú endilega vilt, sagði hún. — Höfum við ekki alið þig upp til að vera frjálsa, óháða öðrum og taka sjálfstæðar ákvarðanir?

Þrátt fyrir fimmtíu og tveggja ára aldur var Julie Blaike enn falleg kona, örugg í framkomu, ætíð í jafnvægi og hamingjusöm. Silfurgráar rendur í hárinu juku á virðuleika hennar og hún var glæsileg, jafnvel í vinnusloppnum. Myrna hafði hvorki erft útlit hennar né skaplyndi og Julie undraðist oft, hvernig þau Colin hefðu getað eignast barn eins og Myrnu.

Myrna var smávaxin og fremur óásjáleg, með skolleitt hár og grámóskuleg augu. Alltaf virtist hún vera í leiðu skapi og Guð mátti vita hvers vegna, því hún gat fengið allt, sem hana langði til, án þess að nokkur amaðist við því. Ekki einu sinni núna, þegar hún var að segja móður sinni, að hún vildi heldur leggja stund á þjóðarhagfræði en hugsa um ást og hjónaband.

Myrna opnaði munninn, eins og hún ætlaði að segja eitthvað, en lokaði honum aftur og gekk út úr herberginu. Julie vissi vel, hvert för hennar var heitið: upp á efstu hæðina, þar sem „amma“ lifði sínu fábrotna, rólega lífi. Líklega skildi tengdamóðir Julie Myrnu, að minnsta kosti skildi Julie sjálf hana alls ekki.

Hún heyrði Colin koma inn í húsið og hallaði sér aftur á bak í stólnum, eins og venjulega ánægð yfir að vita hann heima, jafnvel eftir öll þessi ár í stormasömu hjónabandi með honum.

Hann var hávaxinn, ljóshærður maður, með dökk augu og einhvern stráksbrag yfir sér, hraustur og sterklega vaxinn, en duttlungafullur í skaplyndi. Julie sá strax, að nú var hann í óvenju góðu skapi. Hann greip hana í faðminn og kyssti hana og það var sannarlega ekki neinn hjúskaparlegur vangakoss.

— Það er í lagi, sagði hann. — Meira að segja með þínum skilyrðum, nornin þín litla. Hann segir, að þetta sé það besta, sem ég hafi nokkurn tíma skrifað, en vill ekki að ég láti það heita Glettið ævintýri, því litla, lélega stykkið, sem ég skrifaði einhvern tíma í fornöld hét Glettin örlög. Mér finnst Glettið ævintýri fyrirtaks nafn á leikriti, sem er að nokkru byggt á okkar eigin sögu. Það er það, ekki satt, Julie? Hann kerrti hnakkann og hallaði svolítið undir flatt, um leið og hann leit í augu hennar, því þaðan varð hann að fá viðurkenningu eins og ævinlega.

Hún hló og hrærði í hárinu á honum, sem ennþá hélt öllum sínum lit. Hann hafði líka alltaf getað tekið lífinu léttar en hún.

— Í heild sennilega glettið, en að minnsta kosti alltaf ævintýri, sagði hún. — Æ, ég er fegin, að þetta fór vel. Er farið að ræða hlutverkaskipanina?

Þau ræddu stundarkorn um leikritið, en svo sagði hún honum frá Myrnu. Hann starði á hana.

— Guð almáttugur! Þjóðarhagfræði! Hvað er það eiginlega og til hvers er það notað? Elskan, við höfum þó ekki fætt af okkur rauðsokku? lauk hann máli sínu með uppgerðar skelfingu.

— Ég held, að hana langi alls ekki til þess. Veit hún eiginlega nokkurn tíma til hvers hana langar? Gerir hún einhverjar áætlanir, dreymir hana um eitthvað? Ótrúlegt, að við skulum hafa eignast svona dauðyflislegt og framtakslaust barn eins og Myrnu. Þetta er í fyrsta sinn, sem hún lætur í ljós ósk um eitthvað sérstakt . . . og svo hefur hún ekki minnsta áhuga á hinu kyninu og því öllu saman.

— Já, en hún er nú ekki nema sautján ára, sagði hann umburðarlyndur.

Julie hló. — Ég hafði verið kysst, þegar ég var sautján og mér líkaði það vel, sagði hún. — Ég reyni ekki einu sinni að ímynda mér, hvað þú gerðir í þeim málum, þegar þú varst sautján, Rómeó minn. En verðum við ekki að láta undan henni?

— Jú, hvers vegna ekki, ef það er þetta sem hún vill? En heyrðu nú, elskan mín, gerum okkur fín og höldum upp á tilefnið. Mig langar að vera eyðslusamur í kvöld.

— En hvað þá um brúðarkjól Mildred Ponsonby? spurði Julie og leit á hálfkláraða teikninguna, sem var orðin að hvítu silki og kniplingum, yrði dæmigerður „Júlíu-kjóll“ og kostaði föður brúðarinnar dágóðan skilding.

— Æ, láttu hann bíða til morguns, sagði Colin og hún brosti, lagði hvítan silkipappír yfir teikninguna og gekk með honum niður stigann, létt á fæti og full tilhlökkunar eins og ung stúlka.

Colin hafði alltaf haft sérstakan hæfileika til að fresta öllu til morguns og gleyma gærdeginum til að geta notið dagsins í dag.

Meðan þessu fór fram, hafði Myrna barið að dyrum hjá ömmu sinni og í sama vetfangi beyttist hún allt í einu í allt aðra Myrnu en þá sem foreldrar hennar þekktu. Óánægjusvipurinn hvarf og smágerða, næstum ólaglega andlitið varð blíðlegt og brosandi.

Nora du Cayne var sjötíu og fjögurra ára, grannvaxin kona í stóru rúmi, studd af ótal koddum, bryddum blúndum. Yfir axlirnar lá sjal úr bleiku siffoni, sett strútsfjöðrum. Julie hafði búið það til handa henni. Þetta var „amma“, það eina í heimi Myrnu, sem var óbreytanlegt og traust og eina lifandi veran, sem hún elskaði.

— Svafstu nokkuð, amma? spurði hún lágt.

— Nei, elskan mín, það er nógur tími til að sofa. Frú du Cayne lagði frá sér bókina og brosti við barnabarni sínu. — Er pabbi þinn kominn heim?

— Ég heyrði í bílnum rétt áðan og að dæma eftir hraðanum, þá hefur hann fengið leikritið meðtekið, svaraði Myrna. — Þau fara áreiðanlega út að halda upp á það . . . og kannske ræða þau um mig.

Gamla frúin brosti. — Hvers vegna? spurði hún.

Myrna var að taka til það, sem þær nutu báðar á kvöldin: rauðvínsflösku, tvö kristalsglös á silfurbakka og dósina með litlu kexkökunum, allt undur fallegt, í samræmi við sálarró Noru du Cayne og vel skipulagt líferni.

Myrna sagði henni, að hún hefði hug á að nema þjóðarhagfræði og Nora du Cayne hló lágt.

— Þig langar ekki raunverulega til að læra hana, barnið mitt, sagði hún, dreypti á rauðvíninu og leit yfir gleraugun, með glettnisglampa í augunum, sem eitt sinn höfðu verið blá eins og kornblóm, en höfðu nú fölnað niður í litinn á Gleym-mér-ey.

— Nei, ég veit ekki hvað annað ég gæti gert. Æ, amma, ég kæri mig ekkert um að lifa í svona heimi, í heimi þeirra, þar sem mér finnst allir hlutir stöðugt vera að breytast. Ég hæfi ekki svona erilsömu lífi. Mamma teiknar...



Ihre Fragen, Wünsche oder Anmerkungen
Vorname*
Nachname*
Ihre E-Mail-Adresse*
Kundennr.
Ihre Nachricht*
Lediglich mit * gekennzeichnete Felder sind Pflichtfelder.
Wenn Sie die im Kontaktformular eingegebenen Daten durch Klick auf den nachfolgenden Button übersenden, erklären Sie sich damit einverstanden, dass wir Ihr Angaben für die Beantwortung Ihrer Anfrage verwenden. Selbstverständlich werden Ihre Daten vertraulich behandelt und nicht an Dritte weitergegeben. Sie können der Verwendung Ihrer Daten jederzeit widersprechen. Das Datenhandling bei Sack Fachmedien erklären wir Ihnen in unserer Datenschutzerklärung.