Muskett | Hamingjuhjólið | E-Book | www2.sack.de
E-Book

E-Book, Icelandic, Deutsch, Band 2, 197 Seiten

Reihe: Netta Muskett

Muskett Hamingjuhjólið


1. Auflage 2024
ISBN: 978-87-28-42079-9
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark

E-Book, Icelandic, Deutsch, Band 2, 197 Seiten

Reihe: Netta Muskett

ISBN: 978-87-28-42079-9
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark



'Eðli hennar er marþætt. Hún var náttúrubarn, sem hafði orðið dáðlausri siðmenningu að bráð. Skyndilega blossaði upp í honum áköf löngun til þess að fleygja henni aftur í faðm náttúrunnar,' Hin fríða Cloe Denman er eftirsótt ung kona sem finnur hjá sér enga þörf til að bindast nokkrum böndum þó hún eigi fjölmarga vonbiðla og enn fleiri aðdáendur. Hún er vel ættuð, rík og lifir lífinu á eigin forsendum. Einn daginn kemst hún í kynni við Mark Furlow og þá fara hjól hjartans að snúast sem aldrei fyrr. En mun Cloe breytast við að mæta jafningja sínum? Hefur hún fundið ástina? Eða mun hún bragða á eigin meðali?

Netta Muskett (1887-1963) fæddist í Sevenoaks, Kent, Englandi, hún hóf starfsferil sinn sem stærðfræðikennari og sinnti sjúkraflutningum í fyrri heimsstyrjöldinni. Síðar, árið 1927, gaf hún út sitt fyrsta skáldverk og varð brátt þekktur höfundur rómantískra skáldsagnabóka. Hún byrjaði að skrifa um fertugt og gaf hún út yfir 100 verk á ritferli sínum. Sum verka hennar komu út undir dulnefninu Annie Hill. Bækur Musketts eru þekktar fyrir grípandi söguþráð, margslungnar persónur og rómantíska atburðarás. Muskett var talin einn af farsælustu höfundum rómantískra skáldsagna á meðan hún lifði. Lesendahópur hennar var stór og voru bækur hennar þýddar yfir á fjölmörg tungumál og nutu þær vinsælda um allan heim. Netta Muskett lést 76 ára gömul árið 1963 og entist henni ekki ævin til að sjá öll hennar verk á prenti. Síðasta bókin hennar kom út árið 1964. Bandaríska félagið The Romantic Novelists' Association veitti lengi verðlaun sem nefnd voru í höfuðið á Nettu Muskett, en hún var einn af meðstofnendum félagsins. Bækur hennar höfða til þeirra sem njóta rómantískra skáldsagna sem fjalla um fjölskyldur, ástir og örlög.
Muskett Hamingjuhjólið jetzt bestellen!

Weitere Infos & Material


1. kafli


Chloe sneri sér í rúminu, teygði sig letilega og opnaði augun.

— Herra Morrow er kominn, ungfrú Chloe, sagði þjónustustúlkan rólega. — Á ég að biðja hann að bíða?

— Nei, í guðanna bænum ekki. Hann gerir það hvort sem er. Og eitt er víst, að þegar jarðvist minni er lokið og ég stend við hlið Vítis, þá segir Lucifer, eða hvað hann nú heitir: „Halló, Chloe, ertu loksins komin? Hann Pétur Morrow bíður þín hérna á næstu steikarrist. Snaraðu þér innfyrir“. Hún teygði sig og geispaði aftur. — Segðu honum að koma upp.

Perks var fyrir löngu hætt að furða sig á uppátækjum Chloe og hinna spaugsömu kunningja hennar. Hún fór niður til gestsins, sem beið.

Peter Morrow var þrítugur, talinn vera auðugur, ástfanginn af Chloe Denman og hafði verið vonbiðill hennar í fjögur ár — frá þeim tíma, er hún kom frá námi í Englandi, tilbúin að setja New York á annan endann með Denman-milljónunum.

Nú fannst honum biðin vera orðin nógu löng, og hann var kominn til að segja henni það.

— Ég ætla heldur að bíða, þangað til hún kemur niður, sagði hann, þegar þjónustu stúlkan hafði fært honum skilaboðin.

— Hún verður kyrr uppi í allan dag, ef ég segi henni það, herra minn.

Morrow brosti, þótt honum væri ekki hlátur í huga. Þau gjörþekktu Chloe, eða öllu heldur töldu sig gera það.

— Allt í lagi, sagði Morrow og gekk upp stigann. Hann rataði auðsjáanlega. Þjónustustúlkan gekk á undan honum inn í svefnherbergið og rakleiðis inn í baðherbergið. Hún skildi baðherbergishurðina eftir opna.

Chloe hristi gullið hárið frá andlitinu og brosti stríðnislega. Það var hennar líf og yndi að ganga fram af Perks, sem var ef til vill eina manneskjan í heiminum, sem ennþá gat orðið hneyksluð.

— Ef þú ætlar að tæla mig til lags við þig, Peter, verður þú fyrst að gefa Perks vænan eiturskammt, sagði hún.

Svipur Peters harðnaði og hann reyndi að stilla sig. Hún var alltaf töfrandi, en þarna sem hún sat uppi í rúminu í svörtum og gylltum náttfötum með slegið hár og andlit án allra fegrunarlyfja, var hún svo dásamlega barnsleg og jafnvel erfiðari viðfangs en hin vel snyrta tízkugyðja, sem hún varð, er á daginn leið.

Hann skellti baðherbergishurðinni aftur, og Chloe hringaði sig saman í rúminu og fitjaði upp á nefið af tilhlökkun og ánægju.

— Ætlarðu virkilega að tæla mig, Peter? spurði hún. Bláu augun horfðu hæðnislega á hann.

Hann settist á rúmstokkinn.

— Ef ég reyndi það, myndir þú gera svo mikið veður út af því, ég er heldur ekki viss um að það sé rétta meðferðin á þér, sagði hann dapurlega.

Hún lokaði augunum. Hvers vegna gerði hann það ekki? Hvers vegna reyndi hann ekki eitthvað, sem var frábrugðið hinni eilífu, tilbreytingarlausu ástleitni? Myndi hún tryllast, ef einhver reyndi ruddalegri aðferðir við hana?

Hún andvarpaði.

— Jæja þá?. Hún horfði eftirvæntingarfull á hann.

— Hvað eigum við að gera í dag? sagði hann snögglega. Þetta hafði hann alls ekki ætlað að segja.

— Ég veit ekki. Allt — Ekkert. Heyrðu annars, getum við ekki gert eitthvað nýstárlegt?

— Chloe, viltu giftast mér? Það er þó nýtt. Þú hefur aldrei reynt það.

Hún hló hæðnislega.

— Hvers vegna að giftast? Ég er til í tuskið, sagði hún ögrandi.

Hann roðnaði.

— Það liggur við að ég trúi þér, Chloe. Ég hef þungar áhyggjur þín vegna. Þú leikur þér að eldinum, og þegar hann brennir þig, muntu finna sárt til.

— Ég er ekki síkvartandi, elskan, sagði hún léttilega. — Ég get lært lexíuna og sætt mig við hana ,ef ég fæ fyrst að hlaupa af mér hornin.

— Hvers vegna viltu ekki giftast mér, Chloe? Þú neitar alltaf, en kemur aldrei með neina raunverulega ástæðu og þú veizt, að Cyrus P. yrði ánægður.

— Það er ef til vill ein ástæðan.

— Áttu við, að þú viljir ekki þóknast Cyrusi P? spurði hann vantrúaður.

— Hvern fjandann varðar Cyrus P. um það? hreytti hún út úr sér, litla stúlkan breyttist skyndilega í kvenskass. — Má ég aldrei ráða mér sjálf? Á ég alla ævina að vera hluti af Denman-kerfinu, Denmanerfinginn, seld hæstbjóðanda, helzt þeim sem vill geyma dýrgripinn í Ameríku?

— Finnst þér þetta vera svona? spurði hann. — Finnst þér þú vera sýningargripur, tengdur Denman-milljónunum?

— Já, stundum, en oftast er mér sama. Ég þrái að vera í sviðsljósinu, ég vil vera Denman-djásnið. Bláu augun voru sviphörð, er hún sagði þetta.

— Þú ættir að giftast mér, Chloe, og fara burt frá þessu öllu um stundarsakir. Við sulum fara tvö saman upp í tjaldbúðirnar með Ganter gamla til að hugsa um okkur.

— Og Perky? Við skulum endilega taka Perky með. Hún var aftur orðin sami hrekkjalómurinn, gerði gys að honum og augu hennar dönsuðu af ánægju. — Ég hlakka til, þegar hún fer að streitast við að halda mér fallegri við þær frumstæðu aðstæður, sem þar eru — tjöldin, olíulamparnir og varðeldurinn.

— Vertu nú einu sinni alvarleg, grátbað hann hana.

— Hvers vegna?

— Ég elska þig, Chloe, og ég vil fyrir hvern mun bjarga þér, flýtti hann sér að segja, þótt hann vissi, að henni fyndist hann vera hlægilegur. Það fannst honum reyndar líka.

— Frá hverju, má ég spyrja? Hún var glettnisleg og íhugul í senn.

— Frá sjálfri þér, frá klíkunni, sem við umgöngumst, frá . . . . Ó, Chloe, þú ert að breytast í eitthvað, sem er rotið, óheilbrigt og ólíkt því, sem þú varst áður. Þú dansar of mikið, drekkur of mikið, stundar fjárhættuspil of mikið. Þessi óþverri, sem þú lætur troða í vindlingana þína — það eru hrein eiturlyf, Chloe. Þetta eyðileggur heilsu þína, þetta . . . .

Hann þagnaði. Hann fann hve henni var skemmt, hve gersamlega ræðuhöld voru misheppnuð.

— Haltu áfram, sagði hún uppörvandi. — Mér finnst þessi breytta framkoma þín sérstaklega skemmtileg.

Hann reis á fætur og gekk til dyranna.

— Ef ég elskaði þig ekki, myndi ég fyrirlíta þig, sagði hann.

Hún klappaði á rúmstokkinn.

— Komdu hingað, væni minn, sagði hún vingjarnlega, — mér geðjast fremur vel að þér, og vegna þess að hann var — og hafði alltaf verið — sem vax í höndum hennar, kom hann til baka og settist, óhamingjusamur á svipinn.

— Getur...



Ihre Fragen, Wünsche oder Anmerkungen
Vorname*
Nachname*
Ihre E-Mail-Adresse*
Kundennr.
Ihre Nachricht*
Lediglich mit * gekennzeichnete Felder sind Pflichtfelder.
Wenn Sie die im Kontaktformular eingegebenen Daten durch Klick auf den nachfolgenden Button übersenden, erklären Sie sich damit einverstanden, dass wir Ihr Angaben für die Beantwortung Ihrer Anfrage verwenden. Selbstverständlich werden Ihre Daten vertraulich behandelt und nicht an Dritte weitergegeben. Sie können der Verwendung Ihrer Daten jederzeit widersprechen. Das Datenhandling bei Sack Fachmedien erklären wir Ihnen in unserer Datenschutzerklärung.