Kielland | Eitur | E-Book | www2.sack.de
E-Book

E-Book, Icelandic, Deutsch, 207 Seiten

Kielland Eitur


1. Auflage 2023
ISBN: 978-87-28-42111-6
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark

E-Book, Icelandic, Deutsch, 207 Seiten

ISBN: 978-87-28-42111-6
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark



Maríus litli, aðalpersóna sögunnar, er feiminn en uppátækjasamur piltur á skólabekk. Hann er ekki mikill námshestur og er eftirbátur bekkjarsystkina sinna í öllu - nema latínu. En hann kemst í gegnum námsefnið með aðstoð frá vini sínum, Abraham. Skáldsagan fylgir nokkrum ungum mönnum í gegnum skólagöngu, þeir hafa allir mismunandi hæfileika, eru mis iðnir og bóknám liggur ekki eins fyrir þeim öllum. Eitur kom út á norsku árið 1883 en í íslenskri þýðingu Benedikts Bjarnasonar nokkru síðar. Skáldsagan er sögð vera ádeila á nám og hvernig því er hagað í norskum skólum á 19. öld. Höfundur veltir upp ýmsum spurningum í gegnum frásögnina um skólakerfið og kennsluaðferðir samtíma síns.-

Alexander Kielland var eitt helsta skáld Noregs á 19. öldinni. Honum var margt til lista lagt, hann var athafnamaður, bæjarstjóri Stavanger, blaðamaður og ötull stuðningsmaður réttinda verkafólks.
Kielland Eitur jetzt bestellen!

Weitere Infos & Material


I.


Maríus litli sat háttprúður og hljóður á bekknum. Módökku augun hans, sem voru alt of stór, gerðu svipinn óttablandinn á litla föla andlitinu; og þegar hann var spurður einhvers, sem hann átti ekki von á, dreyrroðnaði hann og stamaði.

Maríus litli sat á næstneðsta bekknum dálítið boginn í baki, því þar var engin bakfjöl og stranglega fyrirboðið að halla sér aftur á bak að næsta borði.

Í þetta sinn var landafræði, frá klukkan ellefu til tólf, heitan dag í ágústmánuði að enduðu leyfi. Sólin skein yfir garði skólastjóra og litla eplatrénu hans; á því voru fjögur stór epli. Bláu gluggatjöldin voru fyrir insta glugganum, en í næsta glugga hafði Abraham útbúið sólskífu af hagleik miklum með bleklínum í gluggakistunni: Nú sendi hann hraðskeyti um það til allra, sem spurt höfðu í bekknum, að klukkan væri meir en hálfgengin tólf.

»Fleiri bæir — «sagði kennarinn uppi á kennarapalli og blés í fjaðrapenna. Það var sérgáfa hans að skera fjaðrapenna, og í öllum þeim bekkjum, þar sem hann kendi, var ofurlítið snoturt pennasafn, sem enginn notaði nema skólastjóri.

Reyndar átti Borring kennari fullt í fangi með að halda þeim í röð og reglu. Því það bar oft við, að einhver spiltur lærisveinn tók pennana í stundarhlénu, stakk þeim ofan í blekbyttu og hrærði í henni þangað til að snáparnir stóðu í allar áttir og fjöðurstafirnir fyltust af bleki.

Þegar Borring kom svo í næsta skifti inn í bekkinn og æpti: »Nei, guð minn góður, hver hefir eyðilagt pennana mína? — «þá svaraði bekkurinn jafnan örugt ogí einu hljóði: »Aalbom!«

Það var alkunna, að kennararnir Borring og Aalbom hötuðu hvor annan af hjarta.

Kennarinn skóf fjöðurstafina og blés örsmáum spónum bæði hvítum og bleksvörtum út um kennaraborðið.

»Fleiri bæir —«því næst tautaði hann fáein blessunarorð fyrir munni sér um Aalbom, »fleiri bæir, fleiri bæir!«

En ekki drógst orð úr drengjunum: því að í dag átti að hlýða þeim yfir, sem neðstir sátu í bekknum, en frá þeim fekst aldrei nokkurt svar. Þetta vissu líka allir; en sakir góðrar reglu var þeim hlýtt yfir einusinni í mánuði, svo einkunnabókin gæti sýnt að þeir hefðu fengið »fjóra« eins og vant var.

Og ekki var heldur að sjá svo á þessum fjórum eða fimm snáðum, er næstir sátu, að þeir kærðu sig mjög mikið hvort svarað var eða ekki; og þessvegna vildi enginn þeirra, sem á efri bekkjunum sátu, eiga við það að stofna sér í hættu með því að hvísla þangað niður.

Að eins sá, sem nú var verið að spyrja, sat órór og fiktaði við landabréfabókina, sem lá lokuð á borðinu framan við hann. Því meðan stóð á yfirheyrslu, varð bæði sá, er sþurður var, og þeir, sem næstir honum sátu, að loka bókum sínum.

»Landafræði er engin landsuppdráttament,« sagði Borring.

Gagnstætt venju hafði hann lesið lítið í dag — hann Þorleifur langi; það voru bæir í Belgíu; hann hafði lesið námskaflann tvisvar heima og einusinni í skólanum.

En þessi þögn og kyrð milli þess að kennarinn sagði »fleiri bæir«, mjög óljósar endurminningar um bæina í Belgíu og æfingarleysi í því að svara, — alt saman þetta lokaði munni hans, og þó vissi hann fyrir víst um einn bæ enn að minsta kosti, — hann sat og nefndi nafnið í huganum, en hann þorði ekki að opna munninn; ef til vill væri það nú hringlandi vitlaust og svo yrði almennt hlegið að því eins og vant væri; því var bezt að þegja.

Sessunautar hans á neðsta bekknum biðu örlaga sinna með rórri þverúð. Þeir voru stærstu og sterkustu drengirnir í bekknum; þeir hugsuðu um að komast á sjóinn og kærðu sig kollótta um einkunnabókina. Einn þeirra laumaði þó landafræðinni undir borðið og las dálítið um bæina í Belgíu og það, sem þar fer á eftir.

Maríus litli sat háttprúður í sæti sínu; hann starði á kennarann stóru augunum sínum með stöðugri athygli, en jafnframt því var hann eitthvað að dunda undir borðinu eins og hann væri að hnýta hnúta og reyrði að þeim af öllu afli.

I öllum bekknum var ofurlítill kliður þessa heitu hádegisstund; flestir höfðu eitthvað fyrir stafni. Sumir gerðu ekki neitt, en sátu með hendur í vösum og góndu út í loftið; einn var að skrifa latneskar orðskýringar bak við fjallháan bókahlaða; annar hafði látið höfuðið hníga fram á handleggina og svaf í kyrþey; einn sat við gluggann og starði á eplin fjögur, sem skólastjóri átti; hann reyndi að sjá það í huganum, hve mörg epli kynnu að geta verið hinumegin á trénu, sem hann gat ekki séð og líka hvort það mundi vera tiltækilegt að klifrast yfir múrinn einhvern tíma að kvöldlagi þegar skuggsýnt færi að verða.

Tveir höfðu í félagi stóran uppdrátt af Norðurálfu, og um hann sigldu þeir á skfpum úr smáspónum, sem þeir skáru undir borðinu. Grenjandi suðvestan stormur blés í Ermarsundi, svo bæði »Freyja« og »Flugan« urðu að sigla norðan við Skotland. En suður við Njörfasund lá annar í leyni með langan blýantsklofning, sem hann hafði drepið ofan í blekbyttuna; það átti að vera sjóræningjaskip frá Alzír.

»Fleiri bæir, — fleiri bæir!«

»Namur« — sagði Þorleifur alt í einu.

Allir í bekknum litu steinhissa við, og einn af þeim, er sátu á næstneðsta bekk, var svo ónærgætinn, að hann stakk höfðinu alveg undir borðið hjá Þorleifi til að vita, hvort hann hefði ekki landafræðina á hnjánum.

»Namúr, — ekki Namur,« sagði kennarinn gremjulega og leit í bókina fyrir framan sig, »nei, hún kemur ekki enn þá. Það er — við skulum sjá, — það eru þrír bæir áður en þessi kemur, sem þú nefndir; hvaða bæir eru það, — nú, hvaða þrír bæir eru það?«

En nú var því lokið, sem Þorleifur vissi og hann féll í nokkurs konar þverúðardvala án þess að gefa því gaum, þó kennarinn blési hvað eftir annað í fjöðurstaf og segði: »hvaða þrír bæir eru það«?

Maríus litli hlaut að hafa lokið hinu dularfulla starfi undir borðinu, því alt í einu fleygði hann einhverju í sessunaut sinn og huldi síðan andlitið í höndunum, svo augun sáust að eins og horfðu á einn af öðrum.

Sessunautur Maríusar sendi það nágranna sínum, sem hann hafði fengið, og svona hélt það áfram upp bekkinn; sumir hlógu, aðrir tóku því spaklega eins og þeir væri vanir við þetta,...



Ihre Fragen, Wünsche oder Anmerkungen
Vorname*
Nachname*
Ihre E-Mail-Adresse*
Kundennr.
Ihre Nachricht*
Lediglich mit * gekennzeichnete Felder sind Pflichtfelder.
Wenn Sie die im Kontaktformular eingegebenen Daten durch Klick auf den nachfolgenden Button übersenden, erklären Sie sich damit einverstanden, dass wir Ihr Angaben für die Beantwortung Ihrer Anfrage verwenden. Selbstverständlich werden Ihre Daten vertraulich behandelt und nicht an Dritte weitergegeben. Sie können der Verwendung Ihrer Daten jederzeit widersprechen. Das Datenhandling bei Sack Fachmedien erklären wir Ihnen in unserer Datenschutzerklärung.