E-Book, Icelandic, Deutsch, 30 Seiten
ISBN: 978-87-26-39598-3
Verlag: SAGA Egmont
Format: EPUB
Kopierschutz: 6 - ePub Watermark
Skotinn Sir Arthur Ignatius Conan Doyle (1859-1930), var læknir að mennt en varði tíma sínum í skrif á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni. Doyle endaði svo með að leggja læknasloppinn á hilluna, í þágu bókmenntanna. Hann er þekktastur fyrir glæpasögur sínar um einkaspæjarann sígilda, Sherlock Holmes, sem mörkuðu tímamót í þeirra glæpasagnahefð sem við þekkjum í dag. Doyle var afkastamikill rithöfundur og kom víða við og telja skrif hans meðal annars til fantasíu, vísindaskáldskapar, leikrita, ljóða og fræðirita.
Autoren/Hrsg.
Weitere Infos & Material
Silfuröxin.
Þriðja desembermánaðar 1861, var doctor Otto V. Hopstein, háskólakennari í likskurðarfræði og umsjónarinaður með söfnum háskólans í Buda-Pest — myrtur rjett fyrir framan dyrnar á háskólagarðinum og hafði verið unnið á honum með grimd og lævísi, að því er virtist. Maður þessi var af háum stigum og vel metinn meðal stúdentanna og bæjarmanna. En það voru jafnframt önnur atvik, sem ollu því, að morð hans vakti stórmikla athygli og umtal um gjörvallt Austurríki og Ungverjaland. — »Kveldblaðið« flutti grein daginn eptir, sem enn er hægt að lesa — og setjum vjer hjer ágrip af henni. Það er stutt frásögn um atvik þau, er að morðinu lágu og ýms einkennileg atriði, sem ollu því, að það varð lögreglunni svo flókið og illt viðfangs. »Kveldblaðíð« segir svo frá: »Það vildi svo til, að Hopstein háskólakennari fór frá háskólanum nærri kl. 3 síðdegis, til þess að vera kominn að járnbrautarstöðinni fám mínútum eftir kl. 5, þegar Vínarlestin kæmi þangað. Með honum var aldavinur hans Wilhelm Schlessinger, undirvörður safnsins og tímakennari í eðlisfræði. Þeir áttu báðir að vera viðstaddir, þegar lestin kæmi, til þess að veita viðtöku gjöf þeirri, er Schulling greifi hafði ánafnað háskólanum í erfðaskrá sinni. Það er kunnugt, um hin skjótu endalok greifa þessa, og það með að hann gaf safni háskólans einkar fágætt safn miðaldavopna og fornra bóka, sem voru stórmikils virði. Hopstein gamla þótti meira koma til þessara hluta, en svo að hann fengi af sér að trúa nokkrum fyrir því að veita móttöku slíkri dýrindisgjöf, og tókst honum nú að koma öllu safninu farsællega út úr lestinnf og hlaða því með aðstoð Schlessingers upp á litla kerru, sem send var frá háskólanum. Flestar bækurnar og hlutir þeir, er hrörlegastir voru, voru búnir niður í trjekassa, en vopnin voru aðins vafin stráum og var því flutningurinn all umsvifamikill. En Hopstein gamli var á nálum um, að einhver hluturinn gæti fengið áfall og hafnaði því liðveizlu stöðvarþjónanna. Schlessinger bar sjerhvern hlut út úr vagninum og rjetti Hopstein, en hann hlóð þeim í kerruna. Þegar allt var komið í hana, óku þeir báðir af stað til háskólans og ljetu sjer mjög hugarhaldið um þenna ábyrgðarmikla farangur. Það lá ágætlega á Hopstein, og var hann hinn hróðugasti af verki því, er hann hafði afkastað. Hafði hann spaugsyrði á reiðum höndum við dyravörðinn Reinmaul, sem tók í móti vagninum ásamt Schiffer vini sínum; hann var Gyðingur úr Bæheimi. Þeir fjelagar tóku farangurinn niður úr kerrunni og þegar Hopstein hafði gengið frá dýrgripunum, sem honum líkaði, fjekk hann Schlessinger undirverði lykilinn að geymsluklefanum, bauð þeim góðar nætur og gekk heimleiðis. Schlessinger skygndist um, hvort allt væri með felldu og gekk því næst leiðar sinuar, en þeir Reinmaul og Schiffer vinur hans, settust inn í dyravarðarklefann og reyktu pípur sínar. Kl. 11, nálægt hálfum öðrum tíma síðar en Hopstein fór heimleiðis, gekk hermaður nokkur úr fjórtándu herdeild framhjá háskólanum og fann þá háskólakennarann liggjandi örendan rjett framan við gangstjettina. Hann lá á grúfu og rjetti úr handleggnum. Höfuðið var klofið í sundur af miklu höggi, og virtist, sem vegið hefði verið aptan að honum, því að bros var enn á vörum öldungsins, eins og hann hefði verið að hugsa um forngripina, þegar dauðinn fór á hann. Ekki voru fleiri áverkar á líkinu, nema lítilsháttar kuml á vinstra hnjenu, sem ætla má, að stafaði af fallinu. Undarlegast er það, að budda hans með fjörutíu og þremur gyllinum var ósnert og dýrindis gullúr, sem hann hafði í brjóstvasa sínum. Illvirkið hefur því eigi verið unnið til fjár, nema því aðeins, að morðingjarnir hafi truflaðir verið, áður en þeir fengu enda bundinn á starf sitt. Það er þó lítil ástæða til að ætla það, því að víst er að líkið hefur hlotið að liggja ófundið klukkustund að minsta kosti. Dr. Langemann rjettarlæknir, hinn frægasti maður, hefur staðhæft, að sárið hafi verið veitt með þungu vopni með sverðslögum, og fylgt eftir af miklu afli. Lögreglan lætur fátt uppi og er mönnum grunur á að hún hafi í fórum sínum sönnunargögn, sem að haldi geti komið«. Petta segir »Kveldblaðið«. Rannsóknir lögreglunnar gátu þó ekki fundið nein atriði málinu til skýringar. Enginn vissi hót um morðingjann og engum gat í hug komið, hvað rekið hefði nokkurn mann til ódæðis þessa. Prófessorinn sálugi var svo önnum kafinn við störf sín og rannsóknir, að hann átti engar útistöður við nokkurn mann, og hafði aldrei gert á nokkurs hluta. Það hlaut því að vera eitthvert illmenni eða morðvargur, sem á honum vann, til þess að svala blóðþorsta sínum. En þótt yfirvöldunum væri ókleyft að botna í málinu, þá var almannarómurinn ekki lengi að gruna syndaþrjótinn. I fyrstu frásögu um morðið var talað um mann, sem hjet Schiffer, sem setið hafði hjá dyraverðinum, þegar Hopstein var farinn. Hann var Gyðingur og líta Ungverjar sjaldan til þeirra vinaraugum. Almenningur æskti þess að Schiffer yrði settur í varðhald, en lögreglan hafnaði þeim ráðum, sem rjett var, þar sem ekki varð rökstuddur hinn minsti grunur á hendur honum. Reinmaul var gamall og velmetinn borgari og vitnaði það hátíðlega, að Schiffer hefði verið hjá sjer, þangað til þeir fengu vitneskju um morðið af ópum hermannsins. Engum kom til hugar að dreifa Reinmaul um þá sök; en þó hjeldu menn, að hann hefði líklega leiðst til að draga fjöður yfir sannleikann, sakir vináttu sinnar við Schiffer. Alþýðan var í uppnámi út af þessu og lá við borð, að múgurinn mundi veita Schiffer aðsúg og misþyrmingar á strætinu, þegar atvik gerðist, sem beindi málinu í annað horf. Morguninn 12. december, rjettum níu dögum eptir launmorð Hopsteins, fannst Schiffer, Gyðingurinn frá Bæheimi, dauður í norðvestur horni Stórgötu, og var hann svo hræðilega útleikinn, að trautt urðu kennsl á hann borin. Höfuð hans var klofið, nærfellt sem Hopsteins, og var hann særður mörgum benjum; morðinginn virtist hafa verið svo æðisgenginn, að hann hefði greitf honum dauðum hvert klækishöggið að öðru. Hnjesnjór hafði. fallið daginn áður og um nóttina hafði fölvað svo, að líkið var snivið mjallblæju, sem nálín væri. — Menn væntu þess fyrst, að atburður þessi mundi koma upp um morðingjann, því að rekja mætti slóð hans í snjónum; en svo illa vildi til, að morðið var unnið á mjög...